Dósasel

Þroskahjálp á Suðurnesjum rekur Dósasel sem er verndaður vinnustaður að Iðavöllum 9 í Reykjanesbæ. Þar er tekið á móti plast- og glerflöskum til endurvinnslu.

Opnunartími

Tekið er á móti drykkjarumbúðum í Dósaseli mánudaga – fimmtudaga kl. 13:00 – 18:00 og á föstudögum kl. 9:30 – 13:00.

Hægt er að hringja og láta sækja dósir og flöskur til gjafa í síma 421 – 4741 eða senda tölvupóst á: dosasel.idavellir@gmail.com

Forstöðukona Dósasels er Inga Jóna Björgvinsdóttir.